Starfsmenn Icelandair í lykilstöðu

Vegna almennt lít­ils áhuga og þekk­ingar hjá verð­bréfa­fyr­ir­tækjum og fjár­fest­ing­ar­stjórum líf­eyr­is­sjóða á vinnu­mark­aðs­málum hafa þeir látið nægja að krefj­ast þess af stétt­ar­fé­lögum Icelandair að kjara­samn­ingar þeirra gildi til fimm ára, eigi sjóð­irnir að koma að end­ur­reisn félags­ins, í stað þess að gera kröfu um að vinnu- og kjara­samn­ings­mál fyr­ir­tæk­is­ins séu leyst til fram­búð­ar. Icelandair býr við umtals­vert hærri áhafna­kostnað en flug­fé­lögin sem þeir eiga í sam­keppni við sem mun gera Icelandair ill­mögu­legt að keppa við þau. Hygg­ist for­ráða­menn líf­eyr­is­sjóð­anna leggja Icelandair til hluta­fé, vit­andi af þessum fram­tíð­ar­vanda félags­ins, væru þeir að fara afar óvar­lega með það fé sem þeim hefur verið trúað fyr­ir.

Meira þarf til en kjarasamning til fimm ára

Kjarasamningar stétt­ar­fé­laga Icelandair til fimm ára getur skoð­ast sem þokka­leg byrjun en fram­tíð­ar­lausnin hlýtur að vera fólgin í að öll stétt­ar­fé­lög sem starfa fyrir félagið hafi sam­flot í samn­ingum en slíkt ákvæði hefur t.d. verið í kjara­samn­ingum stór­iðju­ver­anna alla tíð. Þetta er auk­in­heldur ein for­senda fyrir því að geta boðið almenn­ingi að kaupa hluti í félag­inu, ef það er hug­mynd­in. Einnig þurfa starfs­menn og félög þeirra að greina frá hversu miklu þeir hyggj­ast skrá sig fyrir sjálf en þeir geta einnig tekið sig saman og stofnað sér­stök félög í þeim til­gangi að fjár­festa í Icelanda­ir. 

Ekki þarf að fara í graf­götur með mik­il­vægi félags á borð við Icelanda­ir. En hvort er heppi­legra að félagið verði end­ur­reist fyrir eða eftir gjald­þrot? Ef leita á eftir fjár­munum hjá almenn­ingi ann­að­hvort beint eða óbeint, í gegnum líf­eyr­is­sjóði, verður allt að vera upp á borðum. 

https://kjarninn.is/skodun/2020-05-06-starfsmenn-icelandair-rada-miklu-um-framtid-thess/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband