Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

„Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin, enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum“.

Eing og ég gat um í síðustu færslu þá var ég með erindi í Þjóðarspeglinum sem er ráðstefna haldin í Háskóla Íslands þar sem fræðimönnum gefst færi á að koma á framfæri ýmsu því sem þeir verða áskynja um í rannsóknum sínum.

Í síðasta Þjóðarspegli greindi ég frá rannsókn minni um það hvort Íslendingar eigi sér þjóðhagsleg markmið. Kom ég nokkuð víða við í erindi mínu, greindi m.a. frá þeim þjóðhagslegu markmiðum til skamms tíma sem t.a.m. Viðskiptaráð Íslands setti fram árið 2006 í skýrslu sinni „Ísland 2015“. Þar er m.a. að finna þessi fleygu orð:

„Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin, enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum“.

Ég ætla þeim ekki að vera enn sömu skoðunar en af þessu má draga ýmsan lærdóm. 


Þjóðhagsleg markmið Íslendinga

Hafa Íslendingar einhverntíma sett sér þjóðhagsleg markmið? 

Þetta er viðfangsefni fyrirlestrar sem ég verð með í Lögbergi, stofu 102 (uppúr kl. 10.30) á ráðstefnunni Þjóðarspegill, sem fram fer föstudaginn 29.okt. 

Viðfangsefnið vekur fleiri spurningar en það svarar en það er einmitt einkenni áhugaverðra pælinga.  Þessi nálgun getur nýst við uppbyggingu nýja Íslands og þeirrar stjórnarskrár sem stjórnlagaþinginu er ætlað að semja.


Spennandi stjórnlagaþingskosningar

Hinn mikli fjöldi framboða til stjórnlagaþings ber ótvíræðan vott um mikinn áhuga þjóðarinnar á stjórnmálum.  Það er fagnaðarefni og færir okkur heim sanninn um að stjórnmálaflokkarnir hafa ekki getað svarað þessari þörf. 

Þegar milliliðalaust lýðræði er í boð þá skortir ekki áhuga almennings.  Þetta er gott veganesti og lærdómur fyrir þá sem bjóða sig fram til setu á stjórnlagaþinginu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband