Afrekaskrá Vinstri grænna

„Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann“

-Ríkisstjórnin hyggst veikja Samkeppniseftirlitið á þann veg að eftirleiðis geti fyrirtæki metið sjálf hvort samkeppni milli þeirra sé næg...

-Samkeppniseftirlitið mun ekki fá að skjóta málum til dómstóla heldur munu fyrirtækin eiga síðasta orðið... (eins og þegar útgerðir láta eigin vigtun á afla gilda um það magn sem þær koma með að landi, ekki það sem hafnarvogin vigtaði. Nú vilja fleiri fyrirtæki fá að njóta sama sjálfdæmis.)

-Ríkisstjórnin hyggst lækka erfðafjárskatt...

-Ríkisstjórnin hyggst koma á fót þjóðarsjóði fyrir arðinn af auðlindum þjóðarinnar, en arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni er ekki hafður með... (eins og ríkisstjórnin telji fiskimiðin ekki meðal eigna þjóðarinnar.)

-Þjóðarsjóðinn á síðan að fela einkafyrirtækjum (á borð við GAMMA) að ávaxta í stað Seðlabankans sem hefur boðist til að taka það að sér á svipaðan hátt og gert er í Noregi.

Þetta eru nokkur þeirra mála sem ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna  hyggst berjast fyrir á Alþingi. Orkupakkanum hafa þau þegar náð í gegn, pakki sem þau hefðu verið algjörlega mótfallin ef þau hefðu ekki verið í ríkisstjórn.

„Hið góðasem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég

Á hátíðarstundum í flokksstarfi Vinstri grænna eru hins vegar talin upp afrek þeirra í ríkisstjórnarsamstarfinu. Upptalning VG á árangri eru í besta falli almennar yfirlýsingar um náttúrvernd og loftslagsmál og eingöngu í málaflokkum sem nær allir eru sammála um. Ætla má að málefnin sem talin eru upp hér í byrjun stríddu gegn þeim grundvallarsjónarmiðum sem VG segist standa fyrir í orði kveðnu a.m.k.

Við myndun ríkisstjórnarinnar greindi núverandi forseti ASÍ, sem er fyrrum framámaður í VG, frá því hvert hún teldi að yrði hlutskipti VG í ríkisstjórninni. Svo virðist sem forspá hennar sé nú þegar orðin að áhrínisorðum.

https://www.frettabladid.is/skodun/afrekaskra-vinstri-grnna/?fbclid=IwAR2VCfiWEmRL9o9erS2vSKBR9edVZtMVLC_JRJnSSHPHMibJcwZRuGorheI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband