Nýju veiðigjöldin keisarans.

Frumvarp um lækkun veiðigjalda í vor var að sögn ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst til að lækka gjöld á litlar og meðalstórar útgerðir. Í nýja veiðigjaldafrumvarpinu skipta þær engu máli en mest lagt upp úr „einföldun“. Samt er ekki gripið til einföldustu leiðarinnar við innheimtu veiðigjalda sem væri árlegt útboð á hluta heimildanna þar sem afgjaldið rynni alfarið til brothættra byggða. Byggðirnar gætu ráðstafað fjármununum til stuðning við litlar og meðalstórar útgerðir auk þess sem slík útboð myndu gefa nýjum aðilum möguleika á að hefja útgerð. Fjárhæð veiðigjalds sem ræðst af árlegu útboði yrði þannig ákvarðað í rauntíma, með hliðsjón af væntanlegri afkomu og alfarið ákvarðað af útgerðinni sjálfri, án afskipta stjórmálamanna. Ef tilgangur veiðileyfafrumvarpsins væri einföldun þá væri það leiðin.

Þjóðinni ber fullt gjald

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa hins vegar einsett sér að standa vörð um hagsmuni núverandi útgerðarmanna gegn hagsmunum þjóðarinnar og nýrra aðila sem hyggja á útgerð en eiga þess ekki kost í núverandi kerfi. Hatrömm andstaða ríkisstjórnarninnar gegn útboðum veiðileyfa getur ekki skýrst af öðru en því að koma í veg fyrir að þjóðin fái sannvirði aflaheimildanna enda kvaðst sjávarútvegsráðherrann hafa haft samráð við útgerðina. Þessi niðurstaða hlýtur að koma illa við stuðningsmenn VG þar sem flokkurinn lofaði hækkun veiðigjalds og stuðningi við litlar útgerðir í aðdraganda kosninga.

Ríkisstjórnin og útvegsmenn sjá sér nú leik á borði að festa veiðileyfagjaldið í sessi eins og hverja aðra skattheimtu, sem það er ekki, allt í nafni „einföldunar“. - Veiðileyfi, hvort sem er á Íslandsmiðum eða í ám og vötnum eru eins og hver önnur aðföng sem þarf til þess að hægt sé að halda til veiða. Sama gildir um veiðarfæri, olíu o.s.frv. og lýtur gjaldið því ekki lögmálum venjulegrar skattheimtu frekar en t.d. greiðsla til olíufélaganna fyrir olíu.  

Á fimm ára tímibili 2011-16 greiddi útgerðin rúma 45 milljarða í veiðigjöld á meðan útgerðin sjálf fékk í sinn hlut 293 milljarða í aukið eigið fé og útgreiddan arð. Það er nakinn sannleikurinn.

https://www.frettabladid.is/skodun/nju-veiigjoeld-keisarans

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband