Hnignandi hagkerfi Íslendinga

Forstjóri Össurar, Jón Sigurðsson, Mbl. 6. nóv. 2014:

Hættan sem steðjar að Íslendingum er sú að hagvöxtur verði yfir lengri tíma minni á Íslandi en erlendis og að lífskjör dragist saman hægt og sígandi. Hættan er sú að þetta gerist svo hægt að við tökum ekki eftir því. Það eru ákveðin varúðarmerki þegar starfsstéttir hverfa úr landi sem geta farið og hinar verða eftir.

Bolli Héðinsson, hagfræðingur, Frbl. 5. nóv. 2014:

Kjaradeila lækna er aðeins birtingarmynd þess sem koma skal í hinu hægfara hnignandi hagkerfi Íslendinga. Hagkerfi sem líður fyrir forystuleysi og skort á framtíðarsýn fyrir samfélag sem þarf að keppa um hvern einasta einstakling, ekki aðeins lækna. Laun hljóta að vega þungt hjá því fólki sem flytur frá Íslandi en ekki síst að fá að búa við stöðugleika, það að vita að hverju maður gengur í rekstri heimila og fyrirtækja.

 

http://www.visir.is/thegar-vonin-hverfur/article/2014711059981

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband