Hvað er málið með LÍÚ, hvers vegna sættast þeir ekki á tilboðsleiðina?
16.11.2011 | 10:42
.........og uppskera hrós fyrir framsýni og öðlast frið um kvótakerfið.
Að undanförnu hefur svo margt verið ofsagt og margsagt í umræðu um kvótakerfið að mörg meginatriði málsins hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Umræðan síðustu mánuði snýst um afmörkuð viðfangsefni, potta, samningaleið o.sv.frv.
Málefnið er hins vegar allt of mikilvægt til að við getum leyft okkur að drekkja því í ofgnótt orðfæris og eiga það á hættu að almenningur hafi ekki lengur tök á að fylgjast með þessu máli sem er svo mikilvægt fyrir framtíð okkar. Fyrir þá, sem á annað borð vilja fylgjast með umræðunni, þá þurfa þeir fyrst og fremst að átta sig á hvaða aðferð á að beita við að afla þeirra fjárhæða sem við viljum að renni í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar allrar vegna veiða úr fiskistofnunum.
Flestir stjórnmálaflokkar hafa áttað sig á að ekki verður lengur undan því vikist að setja ákvæði í stjórnarskrá um skilyrðislausa eign þjóðarinnar á fiskistofnunum við landið. Spurningin, sem hvert og eitt okkar leitar svara við, hlýtur því að vera þessi; hvernig hámörkum við það sem við fáum fyrir afnotin á þessari eign okkar? Hér er því til að svara að sömu lögmál gilda og um útleigu á öðrum eignum. T.a.m. ef við stöndum frammi fyrir því að leigja út íbúðina okkar. Við byrjum á að gera kröfu um góða umgengni. Að því skilyrði uppfylltu þá reynum við að leigja íbúðina hæstbjóðanda. Þetta er ekki flókið og gildir einnig um fiskistofnana við landið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook