Valddreifing er málið.
24.11.2010 | 15:47
Sú aðferð að skipta ríkisvaldinu í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald á a.m.k. rætur að rekja aftur til átjándu aldar þegar franski heimspekingurinn Montesquieu setti þær hugmyndir fram með formlegum hætti. Meginsjónarmiðið að baki þrígreiningunni er að hver hinna þriggja megingreina ríkisvaldsins veiti hver annarri aðhald og hafi eftirlit hver með annarri.
Þrátt fyrir þennan skýra tilgang hefur þessi skipting aldrei komist á hér á landi. Æðsti draumur hvers þingmanns hefur alla tíð verið að fá að verða ráðherra. Þannig hafa þeir í raun aldrei litið svo á að þeir væru fyrst og fremst kjörnir til að sinna löggjafarstörfum. Löggjafarstarfið hefur í þeirra huga aldrei verið annað en biðstofa ráðherrastarfs. Dómarar, á öllum dómstigum, hafa síðan verið skipaðir af ráðherrum eingöngu án aðkomu löggjafans. Fyrir vikið hafa dómarar oft á tíðum verið skipaðir fyrir kunningsskap eða frændsemissakir í stað þess að löggjafinn og framkvæmdavaldið komi sameiginlega að þeirri skipan eins og gerist t.d. í Bandaríkjunum þar sem hugmyndir Montesquieus um þrígreiningu ríkisvaldsins eru túlkaðar þröngt.Á Íslandi hafa aðeins örfáir hugsjónamenn haldið þessum sjónarmiðum á lofti á undanförnum árum. Því er það sérstaklega ánægjulegt að nú skuli þessar hugmyndir um raunverulega aðgreiningu ríkisvaldsins í þrennt hafa náð til svo margra eins og málflutningur frambjóðenda til stjórnlagaþingsins ber vott umFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook