Þingræði - forsetaræði?
19.11.2010 | 12:06
Hugmyndin um að þingmenn gegni ekki ráðherrastörfum, nema því aðeins þeir segi þingmannsstarfinu lausu, virðist eiga meiri hljómgrunn meðal almennings heldur en oftast áður. Að vísu heyrist lítið um það frá Alþingismönnum eða ráðherrum sem gæti borið vott um að þeir séu þessu ekki samþykkir. Þetta er þó sennilega einfaldasta leiðin til að freista þess að skilja í milli löggjafar- og framkvæmdavaldsins.
Sem frambjóðandi til stjórnlagaþings þá tel ég þetta vera eina af þeim grundvallarhugmyndum sem eigi að færa í stjórnarskrá. Hér er ekki um að ræða neina grundvallarbreytingu á þingræðisreglunni um að ríkisstjórn þurfi að njóta meirihlutastuðnings á þingi og ekki stigið skref í átt að þeim stjórnarháttum þar sem embætti forseta er látið hafa meira vægi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook