„Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin, enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum“.

Eing og ég gat um í síðustu færslu þá var ég með erindi í Þjóðarspeglinum sem er ráðstefna haldin í Háskóla Íslands þar sem fræðimönnum gefst færi á að koma á framfæri ýmsu því sem þeir verða áskynja um í rannsóknum sínum.

Í síðasta Þjóðarspegli greindi ég frá rannsókn minni um það hvort Íslendingar eigi sér þjóðhagsleg markmið. Kom ég nokkuð víða við í erindi mínu, greindi m.a. frá þeim þjóðhagslegu markmiðum til skamms tíma sem t.a.m. Viðskiptaráð Íslands setti fram árið 2006 í skýrslu sinni „Ísland 2015“. Þar er m.a. að finna þessi fleygu orð:

„Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin, enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum“.

Ég ætla þeim ekki að vera enn sömu skoðunar en af þessu má draga ýmsan lærdóm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband