Færsluflokkur: Menning og listir

ÍSLENSKU TRIXIN

Það er e.t.v. að bera í bakkafullan lækinn að vitna í fleyg orð Laxness um að Íslendingar „ ... verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er kjarna máls“ en því miður eiga þau allt of oft við. Nýleg dæmi um þetta opinberuðust okkur á vordögum.

Æskilegt væri að þurfa ekki að styðjast við vísitölu þegar lán eru tekin t.d. til húsnæðiskaupa. Þannig er þessu háttað í nágrannalöndum okkar. Hvað hefur mönnum helst hafa dottið í hug til að breyta þessu? Jú, að banna vísitölutryggingu. Í þeirri umræðu er aldrei minnst á að slíkt bann tæki ekki til þegar tekinna lána svo hér yrði aðeins um bann við vísitölutryggðum lánum til framtíðar.

Verðbólguálag umfram verðbólgu

Ef af banninnu yrði hvernig skyldi þá verða háttað vöxtum á lánum framtíðarinnar? Í ljósi harmsögu íslensku krónunnar, sem er nú innan við hálft prósent af verðgildi dönsku krónunnar, sem hún var á pari við þegar leiðir þeirra skildu fyrir um 95 árum, er nokkuð ljóst að lánveitendur teldu sig þurfa einhverskonar tryggingu fyrir virðisrýrnun krónunnar.

Líklegast er að lánveitendur reyni að áætla verðbólgu og miða vexti við það. Svo mundu þeir telja sig þurfa að hafa borð fyrir báru vegna óvissu um áætlaða verðbólgu og bæta því ofan á vextina. Afar hæpið er að útkoman verði lántakandanum hagstæð frekar að fjármagnskostnaður muni hækka. Enda sýnir það sig að vinsælustu lán til húsnæðiskaupa eru verðtryggð lán, með kostum þeirra og göllum, þó svo að óverðtryggð lán séu í boði.

Í umræðunni er aldrei minnst á að allt tengist þetta íslensku krónunni, örmynt, útgefinni af örlítilli þjóð og hvergi gjaldgeng utan landsteinanna. Þar er sama hvort í hlut eiga samtök atvinnulífs (sem virðast eiga í trúnaðarsambandi við söfnuð sem sér flestu til foráttu sem kemur utanlands frá) eða vígreifir forystumenn einstakra verkalýðsfélaga sem einnig koma sér hjá að tala um kjarna máls, fílinn í stofunni, íslensku krónuna og áhrif hennar á afkomu fjölskyldna og fyrirtækja. 

http://www.visir.is/g/2018180629191/islensku-trixin-

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband